Kynning á Baskasetri í Djúpavík

Habia trio

Í Djúpavík verður miðvikudaginn 23. ágúst kynningarviðburður Baskaseturs í gömlu síldarverksmiðjunni í Djúpavík sem hefst kl. 13.00. 

Þar verða tónleikar tveggja hljómsveita frá Baskahéruðum Frakklands: HABIA tríóið og Txalaparta dúóið flytja baskneska tónlist.

Denis Laborde hjá Haizebegi hátíðinni í Bayonne flytur erindi um baskneska tónlist á ensku.

Elfar Logi Hannesson leikles á ensku hluta úr leikriti eftir Tapio Koivukari um Ariasman sem verður frumsýnt á næsta ári.

Kynntur verður fyrsti áfanginn að Baskasetri þar sem smiðir frá Albaola á Spáni leiðbeina við að smíða baskneskan léttabát, „txalupa“.

Grunnskólanemar frá Hólmavík og Drangsnesi koma að uppsetningu á verkstæði í gerð hljóðfæra úr rusli. Leikið verður á „txalaparta“, ásláttarhljóðfæri, sem verður gert á staðnum.

DEILA