Lengjudeildin: Afturelding í heimsókn

Karlalið Vestra í Lengjudeildinni fær í dag topplið deildarinnar í heimsókn á Olísvöllinn á Torfnesi. Leikurinn hefst kl 18. Boðið verður upp á pizzur til styrktar yngri flokka Vestra.

Vestri er í 5. sæti deildarinnar eftir 16 umferðir af 22 með 23 stig. Afturelding er í efsta sæti með 36 stig. Hins vegar hefur Aftureldingu gengið illa í síðustu umferðum og uppskorið aðeins 1 stig úr þremur leikjum. Vestra hefur hins vegar gengið vel og unnið sig upp töfluna hægt og stígandi. Þó kom tap í síðasta leik í Njarðvíkum.

Vestri er eins og stendur í umspilssæti , en liðin í 2. – 5. sæti spila sérkeppni um eitt laust sæti í Bestu deildinni. Liðið á góða möguleika á að tryggja sér sæti í þeirri keppni.

DEILA