OECD: Fiskneysla eykst um 20 milljón tonna á ári -96% aukningarinnar kemur frá eldi

Græna svæðið táknar magn af veiddum fiski og bláa svæðið framleiðslu á eldisfiski.

Efnahags- og framfarastofnun Evrópu, OECD og Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO gáfu nýlega út skýrslu um matvælaframleiðslu heimsins árin 2023 – 2032. Þar er því spáð að árleg fiskneysla muni aukast um 20 milljón tonna á ári eða um 12% og verða 202 milljón tonna árið 2032. Veiðar muni standa í stað á þessu árabili og verða 91 milljón tonna. Aukingin er að nær öllu leyti borin uppi af eldi sem mun verða orðin 111 milljón tonna í lok tímabilsins sem skýrslan nær yfir. Gangi spáin eftir mun eldisfiskur verða um 55% af framleiðslunni en er nú 50%. Framleiðsla á eldisfiski mun aukast um 22% á tímabilinu samkvæmt því sem fram kemur í skýrslunni. Síðasta áratuginn hefur orðið 55% auking á eldisfiski eða um 33 milljón tonna árlega.

Aukingin í eldinu mun verða einkum í rækjueldi í Asíu en spáð er stöðugu magni af eldi á laxfiskum. Skýrsluhöfundar telja að fiskneysla á mann muni á heimsvísu aukast úr 20.4 kg á ári upp í 21.2. kg. Kína er langstærsti framleiðandi af eldisfiski með um 56% af framleiðslunni. Fiskneysla á mann er mest í Asíu og síðan Evrópu og lægst í Afríku.

Því er spáð að verð á eldisfiski muni lækka um 9% á tímabilinu eða um 0,5% á ári að raungildi. Til samanburðar þá hækkaði verðið um 13% að raungildi síðasta áratuginn. Verðið mun lækka fram til 2026 en síðan stíga á ný frá 2027 – 2032.

DEILA