Guðlaugur Heiðar Jörundsson fæddist þann 12. ágúst 1936 á Hellu á Selströnd, Strandasýslu,
Foreldrar hans voru hjónin Jörundur Gestsson, bóndi á Hellu, f. 1900, d. 1989, og Elín Sigríður Lárusdóttir frá Álftagróf í Mýrdal, f. 1900, d. 1983.
Guðlaugur nam í Tónlistarskóla Ísafjarðar á orgel og varð síðar organisti víða á Ströndum. Jafnframt lauk hann söngkennaraprófi við KÍ og námi við söngmálaskóla Þjóðkirkjunnar. Hann samdi mörg lög, meðal annars við ljóð Jörundar föður síns. Hann lék á mörg hljóðfæri auk orgels, m.a. harmónikku og gítar.
Guðlaugur var hvað þekktastur fyrir módelsmíði sína, en hann þótti einstaklega vandvirkur og snjall módelsmiður og þjónaði m.a. arkitektum og skipulagsyfirvöldum. Hann vann um skeið á Módelvinnustofu Reykjavíkurborgar en stofnaði síðan eigin vinnustofu.
Meðal módelverkefna hans má nefna Perluna, Ráðherrabústaðinn, Þvottalaugarnar í Laugardal, Laufás í Vestmannaeyjum, Þjóðarbókhlöðuna og Borgarleikhúsið.
Eiginkona Guðlaugs er Guðrún Valgerður Haraldsdóttir, f. 1940, búsett á Seltjarnarnesi.
Guðlaugur Jörundsson lést þann 14.mars 2015.
Morgunblaðið laugardagurinn 12. ágúst 2023.
_____________________________________
Á þessari slóð má sjá grein í Morgunblaðinu 28. júní 1992 um smíði Guðlaugs Jörundssonar á Ráðherrabústaðnum árið 1992.
.
https://timarit.is/page/1767128?iabr=on#page/n17/mode/2up/search/gu%C3%B0laugur%20j%C3%B6rundsson
.
.