Hinseg­in ­hátíð á sunn­an­verðum Vest­fjörðum

Öflugt teymi sjálf­boða­liða vinnur nú hörðum höndum við skipu­lagn­ingu hinseg­in ­há­tíðar sem verður haldin á Patreks­firði 18. og 19. ágúst.

Dagskrá hátíðarinnar er fjölbreytt og hefst á fjölskyldubingó vikuna fyrir hátíðina. Hægt er að taka þátt í bingóinu hvar sem er af landinu.

Af helstu viðburðum má nefna sundlaugarpartý fyrir fjölskylduna í Bröttuhlíð, gleðigöngu og fjölskyldupartý við FLAK. Nánari upplýsingar um dagskrána og sölu varnings má finna á Facebookviðburði hátíðarinnar.

Hinsegin hátíð var haldin í fyrsta skipti á svæðinu í fyrra með góðri þátttöku. Skipuleggjendur hvetja bæjarbúa og aðra gesti til að mæta og sýna hinsegin samfélaginu stuðning.

Vesturbyggð fékk Sólveigu Ástu í lið með sér til að mála bæinn hinsegin og má sjá afrakstur þess við Patreksskóla og íþróttamiðstöðina Bröttuhlíð.

Sveitarfélagið Veturbyggð fagnar fjölbreytileikanum og flaggar hinsegin fánanum á Patreksfirði og Bíldudal í tilefni hátíðarinnar.

DEILA