Út er komin bókin Hlutskipti og eru höfundar hennar Jóna Ingibjörg Bjarnadóttir og Jón Hjartarson.
Árið 1969 varð það hlutskipti systkinanna í Sænska húsinu að horfa á föður sinn leiddan saklausan í lögreglufylgd út af heimili sínu.
Móðirin yfirgaf heimilið skömmu síðar. Hún fór burt með ástmanni sínum eina vornóttina og tók aðeins þrjú yngstu börnin með sér. Fjórum börnum var ráðstafað af barnaverndarnefnd Selfosshrepps.
Bókarhöfundur komst um síðir aftur til móður sinnar sem bjó þá við kröpp kjör og afar frumstæð skilyrði norður á Gjögri í Árneshreppi.
Öll saga fjölskyldunnar er saga af harðneskjulegri stéttaskiptingu, fátækt, óreiðu og harmi.