Frístunda­byggð í Vest­ur­botni

Á Patreksfirði var stofnaður golfklúbbur 14. desember árið 1992. Vorið 1993 var hafist handa við uppbyggingu Vesturbotnsvallar

Í samræmi við skipulagslög auglýsir Vesturbyggð deili­skipulag fyrir frístunda­byggð í Vest­ur­botni í Vest­ur­byggð.

Deiliskipulagið nær yfir hluta jarðarinnar Vesturbotn í Vesturbyggð. Deiliskipulagið er 131 ha að stærð og nær yfir 24 frístundalóðir og golfvöll.

Tillagan liggur frammi á skrifstofu Vesturbyggðar, Aðalstræti 75, frá og með 12. ágúst til 24. september 2023 og er einnig til sýnis á heimasíðu Vesturbyggðar.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir til 21. september 2023.

DEILA