Actið og sólin mætt á Suðureyri

Hin einstaka leiklistar- og listahátíð Act alone hefst í dag á Suðureyri. Framundan eru 20 einstakir viðburðir sannkölluð listahátíð með leiklist, dans, tónlist, ritlist og myndlist. Að vanda er ókeypis á Act alone og ekki nóg með það heldur verður einnig hægt að fara ókeypis á Actið með langferðabifreið Act alone sem gengur alla hátíðardagana millum Ísafjarðar og Suðureyrar.

Dagskrá hins fyrsta dags Act alone er einstaklega töfrandi og seðjandi bæði fyrir maga og sál. Að vanda hefst hátíðin með fiskismakki Íslandssögu. Myndlistarsýning hátíðarinnar opnar um leið og verður opin alla hátíðardagana. Lalli töframaður stígur fyrstur á stokk með Töfrasýningu fjölskyldunnar. Þar á eftir fáum við töfrandi söng frá Króatíu og um leið einstaka kynningu á söngarfi þjóðarinnar. Benný Sif, skáld, lýkur svo kveldinu með lestri og kynningu á hennar einstöku bókverkum.

Sumsé eitthvað fyrir Act alone á Suðureyri í kvöld og á helginni.

Öll velkomin á Actið.  

DEILA