Komdu í fótbolta með Mola

Hólmavík - 12.06.2023

Verkefnið „Komdu í fótbolta“, samstarfsverkefni KSÍ og Landsbankans, heldur áfram sumarið 2023 og felur í sér heimsóknir til minni sveitarfélaga um land allt.  

Siguróli Kristjánsson, oftast kallaður Moli, hefur umsjón með verkefninu og mun hann setja upp skemmtilegar og fjölbreyttar fótboltabúðir á hverjum stað til að efla áhuga iðkenda og styðja við bakið á knattspyrnustarfinu á staðnum.

Moli er Akureyringur í húð og hár og lék um árabil með Þór, auk þess sem hann hefur þjálfað hjá félaginu í mörg ár. Þess má einnig geta að hann á tvo A landsleiki að baki.

Moli verður á þessum stöðum á Vestfjörðum á næstunni.

ÍsafjörðurÞriðjudagur 8. ágúst12:00
SuðureyriÞriðjudagur 8. ágúst15:00
FlateyriMiðvikudagur 9. ágúst12:00
TálknafjörðurFimmtudagur 10. ágúst11:00
PatreksfjörðurFimmtudagur 10. ágúst13:00
DEILA