Sæfari á Ísafirði býður upp á siglinganámskeið fyrir krakka og fullorðna nú í ágúst. Námskeiðin eru hönnuð fyrir byrjendur og eru kennd á litlum seglbátum. Markmiðið er að eyða eins miklum tíma á sjónum (Pollinum) og hafa gaman! Kennarinn Hugo Vancraenenbroeck, er reyndur siglingakennari frá Belgíu, hann veitir skýrar leiðbeiningar, öruggt umhverfi til að læra og getur líka kennt hærri stig.
Námskeiðið er kennt eftir hádegi á milli 13:00 – 17:00.
Hugo býður einnig upp á einkatíma.
Námskeiðið fer fram á Ísafirði:
Aldursflokkur Dagsetning Námskeiðsgjöld
10-12 ára ágúst 14. – 18. 30.000 kr.
Fullorðnir ágúst 13., 19., 20., 27. 38.000 kr.