Samgönguáætlun: vantar fé í hafnarframkvæmdir í Bolungavík

Mikil umferð var um Bolungavíkurhöfn í júní bæði fiskskipa og sjókvíaeldisskipa. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Bolungavíkurkaupstaður leggur áherslu á fé til hafnarframkvæmda í Bolungavíkurhöfn í umsögn sinni um drög samgönguáætlun 2024 – 38.

Vísað er til þess að í dag komi 16 – 20 þúsund tonn af bolfiski á ári til löndunar og nú bætist við allt að 50 þúsund tonn af laxi með tilkomu laxasláturhúss Arctic Fish. Þessi auknu umsvif kalli á auknar framkvæmdir við höfnina.

Þrjú verkefni eru nefnd sérstaklega. Í fyrsta lagi breikkun á innsiglingu þar sem skip og bátar hafi tekið niðri á grynningum. Breikkun/dýpkun innsiglingarinnar er algert forgangsmál í að bæta öryggi Bolungarvíkurhafnar segir í umsögninni.

Í öðru lagi er þörf á að lengja Brimbrjótinn til þess að auka viðlegupláss og draga ur hreyfingu innan hafnarsvæðisins. Loks er talin þörf á uppfyllingu norðan Brimbrjótsins þar sem mikil þörf er fyrir athafnasvæði sem tengist starfsemi Arctic Fish hefur reist laxavinnslu og Fiskmarkaðs Vestfjarða er að byggja nýjan fiskmarkað.

Um samgönguáætlunina að öðru leyti segir að Bolungarvíkurkaupstaður sé í megin dráttum sammála þeim markmiðum sem fram koma í framlögðum drögum og mikilvægi þess að efla innviði um allt land. Að öðru leyti tekur Bolungarvíkurkaupstaður undir þær athugasemdir sem fram koma í umsögn Fjórðungssambands Vestfjarða um sömu áætlun.

DEILA