Hlutfall starfandi fólks lækkar

Samkvæmt manntalinu 2021 voru 70,3% þjóðarinnar 16-74 ára starfandi (185.266 manns).

Þetta var tæpum þremur prósentustigum lægra hlutfall af heildarfjölda á þessum aldri en í síðasta manntali árið 2011.

Hlutfall atvinnulausra var heldur hærra en árið 2011 og einnig hlutfall viðtakenda lífeyris eða fjármagnstekna.

Hlutfall nemenda lækkaði hins vegar á milli manntala. Þess ber að geta að þetta hlutfall á einungis við um þá nemendur sem voru eingöngu í námi, ef þeir unnu með skóla flokkast þeir með starfandi.

DEILA