Vestri styrkir sig fyrir lokaátökin

Vestri hefur samið við spænska sóknarmanninn Iker Hernandez. Þessi reynslumikli sóknarmaður lenti á Ísafirði í gær, en þess má geta að Iker hefur leikið fyrir flest yngri landslið Spánverja. Ásamt því á hann einn leik í La Liga, en það var árið 2014 þegar hann kom inná sem varamaður hjá Real Sociedad fyrir Alfreð Finnbogason.

Iker mun án efa styrkja Vestra í komandi baráttu um umspilssæti í Lengjudeildinni. Vestri er sem stendur í 6. sæti deildarinnar en á leik til góða á önnur lið. Stig úr þeim leik myndi lyfta Vestra í umspilssæti.

Í kvöld kl 18 hefst leikur Vestra í Grindavík og og nú skiptir hver leikur miklu máli. Vestri hefur átt góðu gegi að fagna í síðustu leikjum eftir fremur hæga byrjun, þrír sigrar og eitt jafntefli sem skilar 10 stigum af 12 mögulegum.

DEILA