Lengjudeildin: Vestri vann Gróttu 3:0

Silas skorar fyrsta mark leiksins.

Karlalið Vestra vann góðan sigur í Lengjudeildinni á Gróttu frá Seltjarnarnesi á laugardaginn. Vestri var mun betra liðið í leiknum og átti liðið góðan dag. Niðurstaðan var öruggur 3:0 sigur þar sem Silas Songani, Morten Ohlsen Hansen og Vladimir Tufegdzic skoruðu mörkin.

Eftir 13 umferðir af 22 er Vestri kominn upp í 6. sætið með 19 stig. Í síðustu fjórum leikjum hafa þrír sigrar komið og eitt jafntefli og Vestri hefur fengið 10 stig af 12. Grótta er í 5. sæti einnig með 19 stig en hefur einu marki betri markamun. Leiknir Reykjavík er í 4. stig með 20 stig en hefur leikið einum leik meira en Grótta og Vestri.

Vestri á frestaðan leik gegn Selfoss á Ísafirði til góða og með jafntefli eða sigri nær liðið 4. eða 5. sæti í deildinni og þar með sæti í umspilskeppni liðanna í 2. – 5. sæti um eitt laust sæti í Bestu deildinni.

Næsti leikur er á miðvikudaginn 2. ágúst í Grindavík. Grindvíkingar eru í 10. sæti deildarinnar með 15 stig eftir 14 leiki.

DEILA