Flateyri: málverkasýning um helgina

Um næstu helgi opnar Kristján Jónsson málverkasýningu í Gömlu slökkvistöðinni, Túngötu 7 á Flateyri og sýnir þar ný og nýleg málverk. Opnunin verður á laugardaginn kl 15.

Þetta gamalgróna hús hefur nú gengið í endurnýjun lífdaga og fengið nýtt hlutverk sem menningarhús á Eyrinni.

Kristján Jónsson útskrifaðist með BA- gráðu frá USF í Flórída árið 1984 í fjölmiðlafræði og auglýsingasviði, stuttu síðar varð hann forstjóri auglýsingarstofunnar Gott fólk í Reykjavík.

Eftir nokkur ár þar ákvað hann að fara til Barcelona þar sem hann lagði stund á listmálun og grafík í listaskólanum Massana. Eftir útskrift þar hefur hann unnið og búið á Íslandi.

Kristján hefur tekið þátt í ýmsum einka-og samsýningum hérlendis, ásamt því að eiga verk á söfnum og hjá fyrirtækjum og opinberum aðilum.

Kristján Jónsson, myndlistarmaður.
DEILA