Fjölskyldujóga á Þingeyri

Frá föstudegi til mánudags dagana 28.-31. júlí verða í boði ókeypis fjölskyldujógatímar á Þingeyri.

Tímarnir byrja kl. 11 alla morgna og standa í 45 mínútur. Nóg er að mæta með góða skapið og í þægilegum fötum, og best er að vera berfætt í tímunum.

Hægt er að nota búningsklefana í íþróttahúsinu og ókeypis er í sundlaugina fyrir börn, ef fólk vill kæla sig niður eftir tímana.

Fjölskyldujógað býður upp á ferðalag saman innblásið af náttúru og ímyndunaraflinu um ævintýraheim jóga. Þetta er kjörið tækifæri fyrir fjölskylduna að gera eitthvað skemmtilegt saman, styrkja líkamann, leika sér, leggja grunninn að heilsusamlegum lífsstíl og efla fjölskyldutengslin.

Hvort sem þú ert byrjandi eða lengra kominn, þá eru þessir tímar fyrir þig og þína fjölskyldu. Ekkert aldurstakmark er í tímana en athugið þó að börn eru á ábyrgð forráðamanna í tímunum. Kennsla fer fram á íslensku.

Birta Bjargardóttir kennir tímana en hún hefur verið jógakennari síðustu 20 árin og hefur á þeim tíma bætt við sig námi og starfi í jógakennslu fyrir börn og unglinga, jógakennslu fyrir fjölskyldur, jógaþerapíu og margt fleira.

DEILA