Knattspyrnudeild Vestra hefur samið við danska sóknarmanninn Tarik Ibrahimagic.
Hann lék síðast með Næstved í dönsku 1. deildinni.
Ibrahimagic, sem er 22 ára, hefur spilað sjö leiki fyrir OB í dönsku úrvalsdeildinni. Þá var hann í yngri landsliðum Danmerkur á sínum tíma.
Fyrir eru þrír Danir hjá Vestra; Gustav Kjeldsen, Morten Hansen og Mikkel Jakobsen. Vestri er í sjötta sæti 1. deildarinnar.