Fellst á matsáætlun Arnarlax

Skipulagsstofnun hefur fallist á matsáætlun Arnarlax hf. fyrir 10 þúsund tonna laxeldi á þremur eldissvæðum í Ísafjarðardjúpi. Í athugasemdum við matsætlunina fer Skipulagstofnun fram á að í frummatsskýrslu, sem er næsta skref í umhverfismati, geri Arnarlax ítarlega grein fyrir öðrum kostum á laxeldi en eldi á frjóum laxi af norskum uppruna. Meðal þess sem fyrirtækið þarf að gera grein fyrir er eldi á geldum laxi sem og eldi í lokuðum kerfum eða á landi.

Skipulagsstofnun fer fram á að í frummatskýrslu þurfi að leggja mat á áhrif eldisins á botndýralíf með tillititi til skipulags eldisins, uppsöfnunar næringarefna, súrefnisnotkunar og burðargetu svæðisins.  Þá skuli gera grein fyrir spá um um líklega dreifingu smitsjúkdóma og laxalúsar frá eldissvæðunum og meta áhættu af þeim fyrir villta laxfiska í Djúpinu og á Vestfjörðum.

DEILA