Verðbólga lækkar verulega

Ársverðbólga mælist nú 7,6 prósent og minnkar töluvert frá júnímánuði þar sem hún mældist 8.9 prósent. Þetta er mun lægra en margir sérfræðingar höfðu spáð.

Þetta kemur fram í gögnum á vef Hagstofunnar.

Einnig segir þar að vegna sumarútsalna hafi verð á fötum og skóm lækkað um 8,7 prósent.

Kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði (reiknuð húsaleiga) lækkaði um 0,7 prósent og flugfargjöld til útlanda hækkuðu um 13,9 prósent.

Einnig kemur fram í frétt Hagstofunnar að síðastliðna tólf mánuði hafi vísitala neysluverðs hækkað um 7,6 prósent og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 7,1 prósent.

DEILA