Þjónustukort Byggðastofnunar er hinn fullkomni ferðafélagi inn í ferðalög sumarsins um landið.
Á eina og sama staðnum getur þú nú fundið upplýsingar um alla helstu þjónustuþætti sem þarf til fyrir vel heppnað sumarfrí.
Á Þjónustukort Byggðastofnunar eru teknar saman upplýsingar um hina ýmsu þjónustuþætti sem finna má út um allt land á íslensku, ensku og pólsku.
Fyrir þá sem hyggja á ferðalög innanlands er Þjónustukortið góður leiðarvísir og grunnur að skipulagningunni, þar sem finna má upplýsingar um þætti líkt og hleðslu- og bensínstöðvar á landinu, sundlaugar, tjaldsvæði, hótel, söfn og sýningar, veitingastaði, dagvöruverslanir, apótek og margt fleira sem til þarf fyrir vel heppnað ferðalag.
Meirihluti umræddra gagna er aflað af Byggðastofnun á meðan önnur eru fengin frá hinum ýmsu stofnunum, s.s. Orkustofnun, Ferðamálastofu, o.fl.