Dýrafjarðardagar um helgina

Mikil dagskrá er fyrirhuguð á Þingeyri um helgina en Dýrafjarðardagar hafa verið endurvaktir eftir að hafa ekki verið haldnir síðan 2019. Samhliða fer Hlaupahátíð á Vestfjörðum fram eins og mörg undanfarin ár. Dagskráin er þétt alla helgina og ætti að höfða til allra aldurshópa.

Hátíðin verður sett í kvöld klukkan 20:30 við Tankinn þar sem að Anton Líni og Húgó ætla að halda uppi fjörinu. Á laugardagskvöld verður svo kvöldvaka þar sem að Arctic Fish býður öllum í grill og Arnar Logi, Bríet Vagna og Anton Líni eru fulltrúar heimamanna og svo stíga á svið hinir landsþekktu Jónsi, Hreimur og Vignir.

Að kvöldvöku lokinni verður ball í Félagsheimilinu á Þingeyri. Ágóðinn af miðasölunni rennur í endurbótasjóð fyrir Félagsheimilið.

Dagskrána má finna á Facebooksíðunni Dýrafjarðardagar og á Instagram.

DEILA