Strandveiðisjómenn hafa boðað til mótmæla á morgun, laugardaginn 15. júlí þar sem mótmælt verður stöðvun strandveiða sem þeir segja ótímabæra.
Það er Strandveiðifélag Íslands sem stendur fyrir mótmælunum sem fara fram á Austurvelli í Reykjavík.
Samkvæmt tilkynningu sem send hefur verið út mun Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar flytja ávarp auk þess sem tónlistarmaðurinn KK flytur nokkur lög. Loks mun Kristján Torfi og tillukarlakórinn stíga á stokk.
Síðasti dagur strandveiða var 11. júlí og var þar með um að ræða stystu vertíðina í sögu strandveiða hér á landi.
Síðustu þrjú sumur hefur ráðherra aukið aflaheimildir þegar það stefndi í að kvótinn myndi klárast snemma.