Dýrafjarðardagar hefjast á föstudag

Birt hefur verið vegleg dagskrá Dýrafjarðardaga. Hátíðin hefst á föstudag og stendur fram á sunnudag. Verður hún með breyttu sniðu þannig að frítt er inn á hátíðina og mun Ísafjarðarbæ veita styrk 250.000 kr til þess að stuðla að því. Jón Jósep Snæbjörnsson (Jónsi í svörtum fötum) hefur verið ráðinn sem skemmtanastjóri hátíðarinnar. „Hann veitir okkur þekkingu og tengingu við töluvert af fagfólki þó stefnan sé að flagga listamönnum sem hafa mikla og sterka tengingu við kjálkann.“ segir í erindi stjórnar Dýrafjarðardaga til Ísafjarðarbæjar.

Fjölmargt verður á dagskrá hátíðarinnar. Fram koma tónlistarmenn á borð við KK, Jónsa í svörtum fötum og Bríet Vagna. Útiskemmtun verður á laugardagskvöldið á Víkingasvæðinu, skemmtiskokk og Vesturgötuhjólreiðar og hlaupin Vesturgatan.

DEILA