Alls verða fimmtán viðburðir i júlí og ágúst í íslenskuátaki Háskólaseturs Vestfjarða. Næsti viðburður verður 20. júlí þar sem hægt verður að fræðast um málfræðiatriði sem kunna að vefjast fyrir þeim sem vilja læra íslensku.
Í ágúst verða einir 11 viðburðir. Í Dokkunni þann 3. ágúst verður eknnt að blóta á íslensku. Auk Ísafjarðar verða námskeið á Þingeyri og í Haukadal í Dýrafirði.
Hægt er að skrá sig á netfangið islenska@uw.is.