Þingeyri – Skeljaverur og húsin í þorpinu

Marsibil G. Kristjánsdóttir er með listsýninguna Skeljaverur og húsin í þorpinu í allt sumar á Hótel Sandafelli og er sýningin opin á opnunartíma veitingastaðarins, þ.e. frá kl. 12-22 alla daga,

Marsibil hefur haldið fjölda myndlistarsýninga, bæði hér heima og erlendis.

Skeljaverur eru unnar með endurnýttum postulínsdúkkum og íslenskum skeljum.

Húsin í þorpinu Þingeyri, fortíð og nútíð. Öll húsin eiga sér sögu, og öll eigum við okkar uppáhalds hús. Húsin í dag eru unnin með mismunandi þrykk aðferðum, djúpþrykk á prentplötu sem hefur áður verið notuð í prentsmiðju. Djúpþrykk á plexíglerplötu og límbandsþrykk.

DEILA