Bíldudalur: í túninu heima – Birkihlíð

Huti gesta í túninu heima - Birkihlíð á laugardaginn. Myndir: Kristinn H. Gunnarsson.

Meðal fjölmargra dagskrárliða á Bíldudals grænum baunum eru tónleikar í húsgörðum í þorpinu. Alls voru sex slíkir tónleikar við sex íbúðarhús. Á laugardaginn voru tónleikar undir þessu nafni – í túninu heima heima hjá Hannesi og Helgu. Hús þeirra nefnist Birkihlíð og stendur við Dalbraut 7.

Gestir fjölmenntu í garðinn og eins gott að hann er stór og rúmar marga. Sonur þeirra Hannesar og Helgu, Þórarinn Hannesson, tónlistarmaður sem búsettur er á Siglufirði, hóf tónleikana og lék eigin lög og ljóð. Enginn hörgull er á tónlistarfólki á Bíldudal og næstir voru Arnfirðingarnir Pétur Bjarnason og Hannes Bjarnason sem léku á harmóniku og sungu með. Heimamaðurinn Gísli Ægir Ágústsson tók við af þeim með listasöng og síðan færðist tónlistin inn í hús.

Boðið var upp á matarmikla sjávarréttasúpu og fékk hver eins og hann vildi.

Pétur Bjarnason og Þórarinn Hannesson.
Hannes Friðriksson ávarpar gesti og býður þá velkomna. Hannes Bjarnason og Pétur Bjarnason með nikkurnar.
Eftir tónlistaflutninginn úti færðist fjörinn inn í stofu. Þar sat Gói við píanóið (sést ekki) , Petur og Hannes spiluðu á nikkurnar og Gísli Ægir Ágústsson söng . Hannes Friðriksson snýr baki í myndavélina.
DEILA