Í gær var Jóhannes Ragnarsson borinn til grafar á Ísafirði.
Hann var e.t.v. betur þekktur sem Jói Ragnar í JR-Vídeó, en hann rak vídeóleigu hér á Ísafirði um árabil. Jóhann var fæddur á Ísafirði 07. desember 1940 en lést á sjúkrahúsi í Danmörku 19.04. 2023 eftir stutta legu og var því á 83. aldursári. Hann var lagður til hinstu hvílu hjá Pétri bróður sínum.
![](https://www.bb.is/wp-content/uploads/2023/06/Magnus_Johann_20230630_110245-575x1024.jpg)