Ísafjarðarbær óskar eftir tilboðum í lagningu gervigrass á aðal- og æfingavöll á Torfnesi

Torfnesvöllur á fögrum sumardegi.

Ísafjarðarbær hefur auglýst eftir tilboðum í gervigras og lagningu þess á Torfnesi, bæði æfingavelli og aðalvellinum. Skilafrestur tilboða er til 12. júlí. Einnig er auglýst á vefnum útboðsvefur.is.

Fyrir æfingavöllinn á merktur æfingavöllur að vera 60 m x 100 m en heildarsvæðið með gervigrasi er 64 m x 106 m. Upphaf framkvæmda 1.september 2023.

Aðalvöllurinn á að vera merktur völlur er 68 m x 105 m og heildarsvæðið með gervigrasi er 78 m x 117 m. Heildarsvæði aðalvallar 80 m x 120 m. Upphaf framkvæmda 1.mars 2024.

Lok framkvæmda skal vera 10. nóvember 2023 fyrir æfingavöllinn og 15. maí fyrir aðalvöllinn.

Uppfært kl 14:55. gerð var smávægileg breyting á fréttinni þar sem skýrt er nánar hvar útboðið er auglýst.

DEILA