Við Djúpið: píanótríó í Hömrum kl. 20

Á lokatónleikum hátíðarinnar í kvöld leika þau David Kaplan, Catherine Gregory og Sæunn Þorsteinsdóttir spennandi efnisskrá. Bandaríska tónskáldið Ellis Ludwig-Leone sótti tónskáldasmiðju á Við Djúpið árið 2012, tók þá ástfóstri við Ísafjörð og hefur komið af og til síðan og unnið að verkefnum hér. Á tónleikunum heyrist eitt af hans nýjustu verkum og einnig hið óviðjafnanlega Vox Balaenae eftir George Crumb frá árinu 1971 sem innblásið er af söng hnúfubaksins. Upptaktinn á tónleikunum á svo Joseph Haydn með yndislegu tríói í D-dúr fyrir flautu, selló og píanó.

DEILA