Fjórir Vestfirðingar fá fálkaorðuna

Árný og Guðmundur á Bessastöðum. Mynd: aðsend.

Fjórir Vestfirðingar eru á meðal þeirra fjórtán sem fengu heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á Bessastöðum í gær.

Árný Aurangsari Hinriksson kennari, Ísafirði fékk riddarakross fyrir störf í þágu ættleiddra barna.

Guðmundur Fylkisson lögreglumaður, frá Ísafirði, var sæmdur riddarakross fyrir störf í þágu ungmenna og samfélags.

Hafliði Már Aðalsteinsson skipasmíðameistari, frá Hvallátrum á Breiðafirði, fékk riddarakross fyrir framlag til atvinnulífs, strand- og iðnmenningar.

Peter Weiss forstöðumaður, Önundarfirði, riddarakross fyrir frumkvöðlastarf á sviði menntunar.

Viðstaddir orðuhafar á Bessastöðum í gær. Mynd: forseti.is

DEILA