Bilun varð í vélbúnaði hjá Snerpu í morgun og var af þeim sökum vefur Bæjarins besta óvirkur fram eftir degi. Tekist hefur að færa gögn yfir á aðrar vélar til bráðabirgða og er vefurinn orðinn virkur að nýju.
Að sögn Björns Davíðssonar, framkvæmdastjóra Snerpu tók nokkurn tíma að flytja gögnin en hann segir að engin gögn hafi tapast.
Lesendur Bæjarins besta ættu ekki að verða fyrir frekari óþægindum, þegar viðgerð lýkur og gögn verða færð til baka að nýju.