Fimmtudaginn 15. júní kl. 20.00 – mæting kl. 19.00 við Bónus Ísafirði og 19.45 við íþróttamiðstöðina á Þingeyri
Gönguformaður og leikari er Elfar Logi Hannesson.
Verð: 4.000.- kr.
Fátt toppar það að fara á söguslóðir Íslendingasagnanna og stíga þannig bókstaflega í fótspor forfeðra- og mæðra vorra. Enn betra er svo að sjá leiksýningu upp úr sögunni að göngu lokinni.
Kómedíuleikhúsið í Haukadal verður með Gíslatöku í Haukadal Dýrafirði fimmtudaginn 15. júní. Gíslatakan hefst með gönguferð um slóðir Gísla sögu Súrssonar í Haukadal. Gangan er auðveld yfirferðar og hentar fólki á öllum aldri. Að göngu lokinni verður skundað inn í Kómedíuleikhúsið í Haukadal þar sem hægt verður að fá sér hressingu áður en tjöldin verða dregin frá í leikhúsinu og boðið uppá mest sýnda leikrit allra tíma, Gísla Súrsson.
Vegalengd: ja, þið þurfið sko ekki að hafa neinar áhyggjur af henni, áætlaður göngutími er á áætlun, hækkun: tekur ekki að nefna hana.
Sjáumst hress í Haukadal!