Dagur hinna villtu blóma er á sunnudaginn og í tilefni þess efnir Náttúrstofa Vestfjarða til gönguferðar í Grasagarði Bolungarvíkur annars vegar og hinsvegar í Steingrímsfirði á Ströndum. Dagur hinna villtu blóma er haldinn í samstarfi við Flóruvini.
Á norðursvæði Vestfjarða verður gengið um Grasagarða Vestfjarða í Bolungarvík og skoðaðar plöntur og hefst gangan kl. 14.
Á Ströndum verður farið frá Sauðfjársetrinu í Sævangi í samvinnu við Náttúrubarnaskólann. Gönguferðin er kl. 14 og verður lögð áhersla á bersvæðisplöntur en aðrar plöntur auðvitað greindar líka. Öllum er heimil þátttaka í gönguferðunum og sem eru þátttakendum að kostnaðarlausu.