Lengjudeildin: Vestri með fyrsta sigurinn í sumar

Knötturinn á leið í mark Njarðvíkinga í fyrra markinu.

Karlalið Vestra fékk Njarðvík í heimsókn á Torfnesvöllinn á laugardaginn og vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu. Vestri skoraði tvö mörk en Njarðvíkingar ekkert. Bæði mörkin komu í fyrri hálfleik og bæði voru skoruð með skalla eftir hornspyrnu frá hægri. Ibrahima Balde skoraði það fyrra og Gustav Kjeldsen það síðara. Markverði Njarðvíkinga var vísað af leikvelli strax á 19. mínútu leiksins fyrir að handleika knöttinn utan vítateigs. Sigur Vestra var nokkuð öruggur.

Eftir fimm umferðir af 22 er Vestri um miðja deild, í 7. sæti af 12 með 5 stig, einn sigur, tvö jafntefli og tvö töp.

Seinna markið staðreynd og boltinn liggur í netinu.

Næsti leikur Vestra er um næstu helgi í Mosfellsbænum þar sem liðið mætir Aftureldingu. Afturelding hefur farið vel af stað í mótinu og er í 2. sæti með 13 stig.

DEILA