Metár á fiskmörkuðum

Metsala varð á fiskmörkuðum landsins í tonnum talið á síðasta ári. Þrátt fyrir mikla aukningu í magni dróst söluverðmætið hins vegar saman milli ára vegna lækkandi fiskverðs. Þetta kemur fram í úttekt í nýjustu Fiskifréttum.

Í heild nam salan á fiskmörkuðum landsins rúmum 113 þúsund tonnum á síðasta ári og söluverðmætin voru um 26,3 milljarðar króna. Aldrei fyrr í sögu fiskmarkaðanna hefur salan farið yfir 110 þúsund tonn en árið 2013 var salan 109,8 þúsund tonn.

Á árinu 2015 voru seld rúm 104 þúsund tonn á fiskmörkuðunum þannig að salan á síðasta ári jókst um 9 tonn frá árinu áður, eða 8,7%. Salan í verðmætum dróst hins vegar saman um 1,1 milljarð á síðasta ári eða um 4% enda lækkaði meðalverð á fiski talsvert.

Meðalverð á öllum tegundum á fiskmörkuðum var 231,44 krónur á kíló á síðasta ári en var 263,12 krónur á kíló á árinu 2015. Meðalverðið lækkaði þannig um 31,68 krónur milli ára, eða um 12%. Þessa lækkun má að hluta til skýra með sterku gengi íslensku krónunnar.

brynja@bb.is

DEILA