Vegagerðin hefur auglýst eftir tilboðum í tvær brýr við Klettháls yfir Fjarðarhornsá og Skálmardalsá, sem eru hvor sínum megin við hálsinn. Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 1. desember 2024.
Skal tilboðum skilað fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 13. júní 2023.
Um er að ræða smíði tveggja steinsteyptra eftirspenntra 34 m plötubrúa yfir Fjarðarhornsá og Skálmardalsá, ásamt vegagerð við hvora brú fyrir sig, samtals um 1,8 km. Magn steypu er 1.180 rúmmetrar og 188 metrar af vegriðum. Klæðning er 32.900 fermetrar.