Mikill stuðningur við aðgerðir gegn riðu

Í nýrri könnun Prósent kemur fram að 73% þjóðarinnar eru sammála því að íslenska ríkið eigi að leggja aukið fjármagn í aðgerðir til að koma í veg fyrir riðu í sauðfé.

Spurt var: Hversu sammála eða ósammála ert þú því að íslenska ríkið eigi að leggja aukið fjármagn í aðgerðir til að koma í veg fyrir riðu í sauðfé? Mjög sammála voru 35% svareda og 38% voru frekar sammála. Aðeins 6% reyndurst vera mjög eða frekar ósammála. Um fimmtungur sögðust vera hvorki né.

Minnsrur stuðningur var í aldurshópnum 25 – 34 ára en þar voru þó 61% svarenda mjög eða frekar sammála því að ríkið setti meira fé í aðgerðir gegn viðuveiki í sauðfé. Stuðningurinn fer vaxandi með aldri og var 84% í aldurshópnum 65 ára og eldri.

Greint eftir búsetu reyndist stuðningurinn mestur á Austurlandi 89%, Norðurlandi 86% og Suðurlandi 85%. Á Vesturlandi og Vestfjörðum er stuðningurinn 78%. Á höfuðborgarsvæðinu er stuðningurinn 68%.

Gögnum var safnað frá 25. apríl til 12. maí 2023.
Aðferð: Netkönnun meðal könnunarhóps Prósents.
Úrtak: 2700 (einstaklingar 18 ára og eldri)
Fjöldi svara 1366
Svarhlutfall: 50,6%.

DEILA