Gul veðurviðvörun frá hádegi

Búast má við suðvestan og sunnan 15-20 m/s með hviðum staðbundið yfir 30 m/s. næsta sólarhringinn.

Einnig má búast við takmörkuðu skyggni á fjallvegum í dimmum skúrum eða slydduéljum.

Getur verið varasamt ökutækjum sem taka á sig mikinn vind.

Þeim sem hyggja á ferðir milli landshluta er bent á að Vegagerðin miðlar upplýsingum um færð og veður á www.umferdin.is , í upplýsingasíma 1777 og á textavarpi RUV á síðum 470-494.

Í upplýsingasíma Vegagerðarinnar eru einnig veittar upplýsingar um þjónustu á vegakerfinu, opnun fjallvega o.fl.  

Alla daga eru sendar út tilkynningar um færð og veður, framkvæmdir, lokanir og þungatakmarkanir sem geta haft áhrif á akstur um vegakerfið. Nýjustu tilkynningu má sjá á forsíðu vefsins.

DEILA