Blása lífi í Dýrafjarðardaga

Frá Dýrafjarðardögum 2017.

Stjórn Dýrafjarðardaga 2023 hefur sent erindi til Ísafjarðarbæjar og óskað eftir styrk til þess að halda hátíðina í ár. Ákveðið hefur verið að hafa frítt inn á hátíðina og er því þörf á hærri styrk, en árið 2019 var styrkurinn 200.000 kr.

Þettta árið verður hátíðin helgina 14.-16. júlí og er markmiðið að „ná aftur upp þessari frábæru stemningu sem myndast hér í bæ“, segir í erindinu.

Ætlunin er að reyna að bjóða upp á mjög sambærilega dagskrá og þekkst hefur. Jón Jósep Snæbjörnsson (Jónsi í svörtum fötum) hefur verið ráðinn sem skemmtanastjóri hátíðarinnar. „Hann veitir okkur þekkingu og tengingu við töluvert af fagfólki þó stefnan sé að flagga listamönnum sem hafa mikla og sterka tengingu við kjálkann.“

Bæjarráð tók jákvætt í erindið og fól bæjarstjóra að ræða við umsækjanda um framkvæmd hátíðarinnar, auk þess að finna styrkfjármagn að fjárhæð kr. 250.000 í fjárhagsáætlun ársins 2023.

DEILA