Óttar Kristinn Bjarnason ráðinn framkvæmdastjóri Dropa

Óttar Kristinn Bjarnason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Dropa en hann hefur sinnt starfi sölu- og markaðsstjóra fyrirtækisins frá árinu 2019. Hann er með BSc gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og IPMA vottun í verkefnastjórnun á D-stigi.

Dropi var stofnað árið 2012 í Bolungarvík og framleiðir hreina, kaldunna fiskiolíu úr þorsklifur. Dropi fæst í 14 löndum en það er fyrsta og eina þorskalýsið í heiminum þar sem hægt er að rekja hráefni að fiskimiðum.

„Dropi er á spennandi vegferð og ört vaxandi, en meðal verkefna er að byggja upp fyrirtækið hér heima og á erlendri grundu. Óttar þekkir starfsemi Dropa í bak og fyrir og býr að dýrmætri reynslu og þekkingu sem mun styðja við þau verkefni sem framundan eru hjá Dropa,” Segir Jörundur Jörundsson, stjórnarformaður Dropa í samtali við Viðskiptablaðið.

DEILA