Ísafjörður: grenitré grisjuð í Jónsgarði

Jónsgarður: Ljósmyndasafnið Ísafirði.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd hefur veitt garðyrkjustjóra heimild til grisjunar grenitrjá í Jónsgarði. Starfsmanni nefndarinnar var jafnframt falið að hafa samband við Björgunarfélag Ísafjarðar um færslu á auglýsingaskilti við Pollgötu og jafnframt var starfsmanni falið að ræða við hverfisráð um útfærslu á ábendingum þeirra.

Fyrir nefndinni var lagt minnisblað sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs og tengiliðs hverfisráðanna, dags. 8. maí 2023 með ábendingum hverfisráða um fegrun bæjarkjarna.

Hverfisráð fyrir Eyri og efri bæ:

Skipagöturóló Ábendingar sviðsstjóra/starfsmanna
Þarf upplyftingu, mála grindverk, bæta leiktæki laga gúmmí mottur við rennibraut og fjárfesta kannski í einu nýju tæki. Bæta við bekkjum og borðum. Þarf að sá í gras. Ekki gert ráð fyrir nýju tæki í fjárfestingaráætlun 2023
  
Rósarunnar við Nettó 
Þetta er orðið góðir rusl safnarar eins og aðili í Hverfisráði orðaði það. Það mætti minnka umfang þeirra og setja gras eða ker á milli.  
  
Ruslatunnur í bænum  
Það þarf að fjölda ruslatunnum í miðbænum. Þá sérstaklega nálægt hafnarsvæði fra Suðurgötu að Pollgötu.  
  
Áningarstaðir 
Klára merkja svæði við Varnargarða og jafnvel huga að einhverjum rusla ílátum þar.  
  
Jónsgarður 
Halda áfram að huga að Jónsgarði – fegra reyta arfa gróðursetja  
  
Göngustígur á norðanverði Eyri 
Laga bekki og ljós við nýja göngustíg bakvið blokkir á Fjarðarstræti. Bekkur hefur skemmst við snjómokstur og krotað á staurana.  
  
Neðsti kaupstaður 
Mætti bæta við blómum og kerum við Neðsta og gönguleiðir fra höfn að svæðinu sem og frá Suðurgötu að bænum  
  
Opin svæði 
Hvetja fólk til að fjarlægja drasl og lausamuni á opnum lóðum. Mikið af dóti í bakgörðum hingað og þangað í bænum brotið tjaldhysi og númera lausir bilar við Fjarðarstræti  
Slá á wardstúni, tún við körfubolta völl hjá Suðurgötu/pollgötu.  
  
Blómagarður  
Blómagarður hressa uppá grindverk.  
  
Landsbankaplan 
Beðin þar eru ekki í góðu standi og þetta blessaða auglýsinga skilti mætti fara inn að skeiði til sýnis og grasbletturinn við Hafnarstræti mætti rækta upp og laga.  
DEILA