Sjötíu í sérnámslæknar í heimsókn á Ísafirði

Læknanemar á Ísafirði, maí 2023.

Um 70 nemendur í sérnámi í heimilislækningum eru nú í náms- og kynnisferð á Ísafirði.

Námsdagurinn í gær innihélt örnámskeið í smáskurðlækningum, bæklunarlækningum, ómskoðun, liðástungum og heilbrigðisþjónustu á Vestfjörðum.

Í frétt um kynnisferðina á vefsíðu Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að auk þessa hafi ferðin það markmið að hópurinn kynnist innbyrðis, en sérnámslæknarnir starfa um allt land, þar af einn á Ísafirði.

Nemendum í sérnámi í heimilislækningum hefur fjölgað mikið á síðustu árum og ekki vanþörf á.

DEILA