Strandveiðar – Rúm tvö þúsund tonn veidd fyrstu tvær vikurnar

Segja má að strandveiðar hafi farið vel af stað þetta árið.

Samtals hafa veiðst 2.052 tonn af þorski á fyrstu sjö dögum strandveiða eða að meðaltali 293 tonn á dag.  

Bátunum fjölgar með hverjum degi og eru nú 660 bátar komnir með leyfi en voru um 100 færri á sama tíma í fyrra.

Þorskverð á mörkuðum hefur verið um 20 % hærra en á sama tíma í fyrra.

Verði aflabrögð áfram með sama hætti má búast við því að að þau 10 þúsund tonn af þorski sem úthlutað hefur verið verð veidd á 30 – 40 dögum og gæti veiðum þá lokið um miðjan júlí.

Afli og fjöldi báta eftir sjö daga
DEILA