Fiskeldissjóður hefur úthlutað styrkjum til tólf verkefna í sjö sveitarfélögum, samtals að fjárhæð 247,7 milljónir króna.
Alls bárust 25 umsóknir frá átta sveitarfélögum, ein var dregin til baka þannig að fyrir lágu 24 gildar umsóknir að fjárhæð 758.512 m.kr. eða þrefalt hærri fjárhæð en var til úthlutunar.
Sex sveitarfélög á Vestfjörðum fengu úthlutað styrk til ýmissa verkefna. Vesturbyggð fékk hæsta styrkinn 69 m.kr. til fjögurra verkefna. Ísafjarðarbær fékk 46 m.kr. í tvö verkefni og Bolungavík 33 m.kr. í eitt verkefni.
Hæsti styrkur í eitt verkefni var til vatnsveitu í Bolungavík 33 m.kr. Næst kom 29 m.kr. styrkur til slökkvibifreiðar á Bíldudal.
Bolungarvík | 33.280.000 |
Vatnsveita (framhaldsverkefni) | 33.280.000 |
Fjarðabyggð | 46.950.000 |
Dýpkun, Eskifjörður | 24.500.000 |
Fráveita, í sex byggðakjörnum | 22.450.000 |
Ísafjarðarbær | 46.280.000 |
Fráveita Flateyri | 22.010.000 |
Hreinsivirki og sameining útrása á Suðureyri | 24.270.000 |
Strandabyggð | 24.440.000 |
Færanlegar kennslustofur, Hólmavík | 24.440.000 |
Súðavíkurhreppur | 2.750.000 |
Afmörkun hafnarsvæðis f. ISPS vottun | 2.750.000 |
Tálknafjarðarhreppur | 24.760.000 |
Húsnæði leikskóla, Börn breyta heiminum | 24.760.000 |
Vesturbyggð | 69.230.000 |
Slökkvibifreið á Bíldudal | 29.020.000 |
Vatneyrarbúð, þekkingar- og þróunarsetur á Patreksfirði | 8.480.000 |
Viðbygging við leikskólann Araklett, Patreksfirði | 26.480.000 |
Örveruhreinsun með geislatækni | 5.250.000 |
Samtals | 247.690.000 |