Arnarlax – 4500 tonna aukning á laxi í Arnarfirði

Arnarlax hefur lagt fram matsáætlun til Skipulagsstofnunar vegna umhverfismats til aukningar á heildarlífmassa á laxi í Arnarfirði um 4.500 tonn og breytingar á afmörkun eldissvæða.

Matsáætlunin liggur frammi til kynningar hjá Muggsstofu á Bíldudal og Skipulagsstofnun til 15. maí 2023 .

Allir geta kynnt sér áætlunina og veitt umsögn. Umsagnir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 15. maí til Skipulagsstofnunar 

DEILA