Á Flugsafni Íslands er að finna Logbók Guðjóns Jónssonar yfirflugstjóra Landhelgisgæslunnar 1955-1984 en hann var fæddur 1927 og lést 2009.
Logbókin er ljósblá að lit, með mjúkri kápu. Á henni stendur prentuðum stöfum: „Flugskólinn Cumulus Reykjavík. Flugbók“. Á hana er handskrifað nafn Guðjóns og Ísafjörður og hún merkt nr. 3.
Einungis fyrsta síða bókarinnar er útfyllt. Fyrsta færsla er skráð 30.7.1945 og sú síðasta 15.9.1945.