Það er nóg við að vera hjá ungum körfuboltaiðkendum í Vestra. Í dag byrjaði svokallað körfuboltasumar með sumaræfingum fyrir eldri iðkendur og sumarnámskeiði fyrir þá yngstu.
Boðið verður upp á tvö sumarnámskeið fyrir börn fædd 2008-2011 og fara þau fram í íþróttahúsinu Torfnesi. Fyrra námskeiðið hefst á morgun þriðjudag og stendur til 16. júní frá kl. 14.00-15.30 alla daga. Hið seinna verður haldið dagana 14.-18. ágúst kl. 10.30-12.00.
Sumaræfingar eldri flokka verða tvískiptar í sumar: Fyrra tímabilið er frá 12. júní – 14. júlí. Æft er í íþróttahúsinu á Torfnesi á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum kl. 16-17. Seinna tímabilið hefst 14. ágúst en nánari tímasetningar verða auglýstar síðar.