Hljómsveitin ÆFING frá Flateyri kom fram fyrsta sinn á fundi í Verkalýðsfélaginu Skildi í Samkomuhúsinu á Flateyri þann 27. desember árið 1968.
Hljómsveitin hafði verið við æfingar í nokkrar vikur fyrir áramótaball í Samkomuhúsinu og gerði hlé á meðan fundurinn var. Tóku þeir síðan eitt lag eftir fundinn og var vel fagnað. Lagið var –Simon says– með hljómsveitinni –1910 fruitgum company –
Þessi fögnuður varir enn því Hljómsveitin ÆFING er í fullu fjöri og fyllir árin 55 hinn 27. desember 2023.
Það bar til miðdegis í gær – föstudaginn – 14. apríl 2023 – að 3. bindi Sögu Hljómsveitarinnar ÆFINGAR frá Flateyri kom úr prentun á Selfossi og var því fagnað á hátíðarstundu að Ránargrund á Eyrarbakka með hljómsveitarmeðlimum.
Þessi bók er 140 síður og er – Berlínarferð Hljómsveitarinnar ÆFINGAR og vina árið 2015 –