Reykhólahreppur ræður í starf leiðtoga hringrásarsamfélagsins

Reykhólahreppur hefur ráðið Kjartan Þór Ragnarsson í starf leiðtoga hringrásarsamfélagsins í Reykhólahreppi.

Kjartan var valinn úr hópi 11 umsækjenda.  Kjartan er með BA í lögfræði og BA í sagnfræði með heimspeki sem aukagrein og diplómu í kennslufræði til kennsluréttinda.

Hann starfar sem kennari við Menntaskólann í Reykjavík og mun sinna því starfi til loka júlí.

Þangað til verður hann í 50% starfi hjá Reykhólahreppi og kemur svo í fullt starf í byrjun ágúst.

DEILA