Tónlistamaðurinn Skúli mennski hefur í rúma tvo áratugi kannað samspil mannsandans við ytra og innra byrði samkomuhúsa.
Afraksturinn óræður.
Tónlistin finnur sér farveg.
Á Skírdag 6. apríl kl. 17 ætlar Skúli mennski að troða upp við Samkomuhúsið í Súðavík og taka nokkur lög fyrir gesti og gangandi.
Það er tilvalið að staldra við fyrir þá sem eiga leið um þjóðveginn þennan dag, eða gera sér ferð og skoða í leiðinni sýninguna sem opnaði s.l. laugardag í Súðavík.
Sýning Unu Bjargar Magnúsdóttur SVIKULL SILFURLJÓMI á vegum Listasafns ASÍ stendur nú yfir í Samkomuhúsinu og er opin dagleg kl. 14-17. Henni lýkur 23. apríl n.k